Persónuvernd okkar og öryggisreglur

Við bjóðum upp á persónuvernd sem hentar öllum. Það er hluti af þeirri ábyrgð sem fylgir því að framleiða vörur og þjónustu sem er ókeypis og aðgengileg öllum. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar tækninni fer fram, þar sem persónuverndin þarf að þróast með. Við styðjumst við þessar reglur svo að vörurnar okkar, ferli og starfsfólk geti betur tryggt persónuvernd og öryggi notenda.

 1. 1. Sýnum notendum okkar virðingu. Virðum friðhelgi þeirra

  Þessar hugmyndir eru að okkar mati óaðskiljanlegar. Saman standa þær fyrir heildarsýn sem hefur haft áhrif á allt sem við höfum gert frá fyrsta degi og allt sem við munum gera í framtíðinni. Þegar fólk notar vörur okkar treystir það okkur fyrir upplýsingum sínum og verkefni okkar er að standa undir því trausti. Í því felst að vera meðvituð um hvaða gögn við notum, hvernig við notum þau og hvernig við verndum þau.

 2. 2. Veitum skýrar upplýsingar um hvaða gögnum við söfnum og af hverju.

  Til að gera fólki kleift að taka upplýstar ákvarðanir um hvernig það notar vörur Google tryggjum við að það sé auðvelt að skilja hvaða gögnum við söfnum, hvernig þau eru notuð og hvers vegna. Gagnsæi er að gera þessar upplýsingar aðgengilegar, skýrar og gagnlegar.

 3. 3. Seljum aldrei persónuupplýsingar notenda okkar.

  Við notum gögn til að gera Google vörur líkt og Leit og Kort eins gagnlegar og hægt er. Við notum einnig gögn til að birta gagnlegri auglýsingar. Þrátt fyrir að þessar auglýsingar séu notaðar til að fjármagna þjónustu okkar og gera hana ókeypis öllum, þá er mikivægt að skýra frá því að persónuupplýsingar notenda eru ekki til sölu.

 4. 4. Auðveldum fólki að stjórna persónuvernd sinni.

  Þegar kemur að persónuvernd gerum við okkur grein fyrir því að það sama hentar ekki öllum. Allir Google reikningar eru búnir gagnastýringum sem hægt er að kveikja og slökkva á til að hver og einn notandi geti valið sínar persónuverndarstillingar. Á sama tíma og tæknin þróast, þróast persónuverndarstillingar okkar líka. Það tryggir að persónuvernd er ávallt val hvers og eins notanda.

 5. 5. Gerum fólki kleift að skoða, færa eða eyða gögnum sínum.

  Við teljum að allir notendur eigi að hafa aðgang að persónuupplýsingum sem þeir hafa deilt með okkur – hvenær sem er og af hvaða ástæðu sem er. Þess vegna höldum við áfram að auðvelda fólki að fá aðgang að gögnum og yfirfara þau, hlaða þeim niður og færa í aðra þjónustu ef það kýs svo, eða eyða þeim alfarið.

 6. 6. Byggjum öflugustu öryggistækni inn í allar okkar vörur.

  Virðing fyrir persónuvernd notenda okkar felur í sér að vernda gögnin sem þeir treysta okkur fyrir. Til að tryggja öryggi allra vara og þjónustu Google höldum við úti einu öruggasta öryggiskerfi sem til er í heiminum. Hluti af því er að efla stöðugt innbyggða öryggistækni sem greinir og veitir vörn gegn ógnum á netin, áður en þær ná til notenda okkar.

 7. 7. Sýnum fordæmi til að bæta öryggi allra á netinu.

  Öryggi notenda á netinu takmarkast ekki við Google – það nær til alls internetsins eins og það leggur sig. Google var fyrsta fyrirtækið til að búa til marga af þeim öryggisstöðlum sem við notum öll í dag og við höldum áfram að innleiða nýja öryggistækni sem allir geta notað. Við deilum niðurstöðum okkar, reynslu og tólum með samstarfsaðilum, fyrirtækjum og samkeppnisaðilum um allan heim vegna þess að öryggi á internetinu krefst samvinnu.

Frekari upplýsingar um öryggisráðstafanir okkar

Öryggi þitt

Við verndum þig á netinu með leiðandi öryggislausnum.

Persónuvernd

Við bjóðum upp á persónuvernd sem hentar öllum.

Fyrir fjölskylduna

Við hjálpum þér að stjórna því hvað hentar þinni fjölskyldu á netinu.