Að framleiða tækni sem hentar öllum þýðir að vernda alla sem nota hana.

Google var stofnað með þá sýn að allt sem við gerum eigi að sýna notandanum virðingu. Með þróun internetsins felur þetta í sér að bæta stöðugt öryggistækni okkar og persónuverndartól til að tryggja öryggi þitt og fjölskyldu þinnar.

Kynntu þér hvað við gerum til að tryggja öryggi þitt

Öryggi þitt

Við verndum þig á netinu með leiðandi öryggislausnum

Allt sem við búum til er verndað með öflugri innbyggðri öryggistækni sem hjálpar til við að greina og loka á ógnir eins og ruslefni, spilliforrit og vírusa, áður en þær ná til þín. Við deilum þessari öryggistækni með samstarfsaðilum okkar og samkeppnisaðilum. Þannig setjum við staðla innan iðnaðarins sem hjálpa til við að tryggja öryggi allra á netinu.

Frekari upplýsingar

Persónuvernd

Við bjóðum upp á persónuvernd sem hentar öllum.

Gögn gera þjónustu Google gagnlegri og sérsniðnari, en hvernig við notum þau gögn er val hvers og eins notanda. Við upplýsum þig um hvaða gögnum við söfnum, hvernig þau eru notuð og hvers vegna. Auk þess höfum við komið öflugum gagnastýringum fyrir á Google reikningnum þínum svo þú getir valið persónuverndarstillingar sem henta þér.

Frekari upplýsingar

Fyrir fjölskyldur

Við hjálpum þér að stjórna því hvað hentar þinni fjölskyldu á netinu.

Börn nútímans þurfa ekki að aðlagast tækninni eins og fyrri kynslóðir heldur vaxa úr grasi samfara henni. Því vinnum við beint með sérfræðingum og kennurum til að hjálpa þér að setja mörk og nota tæknina á þann hátt sem hentar þinni fjölskyldu.

Frekari upplýsingar